Fara beint í efnið

Álagningarskrá og heimild til birtinga á tekjuupplýsingum

Álagningarskrá er skrá sem skattstjórar semja og leggja fram fyrir hvert sveitarélag í umdæminu til sýnis þegar þeir hafa lokið álagningu á skattaðila. Í skránni er upplýsingar um þá skatta sem á hvern gjaldanda hafa verið lagðir, samkvæmt tekjuskattslögum.

Birting tekjuupplýsinga í tímaritum

Upplýsingar úr álagningarskrá hafa verið notaðar til áætla laun einstaklinga og þau birt í tekjublöðum, svo sem í tímaritinu Frjáls Verslun.

Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að vinnsla persónuupplýsinga, sem fer eingöngu fram í þágu fréttamennsku eða bókmenntalegrar eða listrænnar starfsemi, þar með talin birting upplýsinga í tekjublöðum, falli utan ramma flestra ákvæða persónuverndarlaganna, þar á meðal þeirra ákvæða sem veita Persónuvernd valdheimildir vegna vinnslu persónuupplýsinga.

Úrlausn um það hvort birting slíkra upplýsinga feli í sér að farið hafi verið út fyrir mörk tjáningarfrelsis heyrir því undir dómstóla.

Þjónustuaðili

Persónu­vernd

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820