Útlendingastofnun: Dvalarleyfi - Tegundir
Hver eru sérstök skilyrði fyrir umsækjendur um vistráðningu sem koma beint frá Filippseyjum?
Að kröfu filippseyskra stjórnvalda þurfa filippseyskir borgarar, sem hyggjast flytja úr landi, að sækja um svokallað "exit permit" frá þarlendum stjórnvöldum.
Það athugist að þetta eru ekki reglur eða kvaðir sem Útlendingastofnun setur heldur skilyrði frá filippseyskum stjórnvöldum. Útlendingastofnun hefur því ekki ítarlegar upplýsingar eða milligöngu um þetta ferli.
Vitað er að umsækjendur um au pair leyfi hafa þurft að leggja fram vottað frumrit vistráðningarsamnings með umsókn um "exit permit". Við veitingu dvalarleyfis er frumrit samningsins því sett í afgreiðslu Útlendingastofnunar til afhendingar.
Vistfjölskyldan þarf að fara með vistráðningarsamninginn til sýslumanns og fá bæði staðfestan og apostille vottaðan. Ef vistfjölskyldan samanstendur af hjónum, þurfa bæði að mæta og hafa vegabréf meðferðis ásamt ljósriti af vegabréfi væntanlegrar au pair.
Loks þarf að senda samninginn til sendiráðs Filippseyja í Osló til frekari vottunar.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?