Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Af hverju er þátttaka í dvalarkostnaði svona há?

Þátttaka í dvalarkostnaði er reiknuð út frá tekjuáætlun og því er mikilvægt að fyririliggjandi tekjuáætlun sé rétt. Í upphafi hvers árs gerir Tryggingastofnun tillögu að tekjuáætlun en grunnurinn að henni er staðgreiðsla og síðasta skattframtal. Það er mikilvægt að fara yfir tekjuáætlun til þess að skoða hvort hún sé í samræmi við rauntekjur. Ef þú telur að þú sért að borga of mikið í dvalarkostnaði þá er nauðsynlegt að skoða hvort tekjur séu rétt skráðar í tekjuáætlun og breyta ef þarf á Mínum síðum TR.