Mannauðstorg ríkisins: Ráðningar
Verktakasamningar og gerviverktaka
Samkvæmt 1. gr. starfsmannalaga er það meginregla að starfsfólk ríkisins er almennt skipað, sett eða ráðið í þjónustu ríkisins. Samkvæmt 89. gr. laga um opinber innkaup er ráðningarsamband milli aðila meginregla í samskiptum starfsfólks og vinnuveitanda.
Samkvæmt 2. mgr. 38. gr. starfsmannalaga ber forstöðumaður ábyrgð á að stofnun, sem hann stýrir í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf, sbr. einnig skyldur samkvæmt lögum um opinber fjármál. Það felur meðal annars í sér að forstöðumenn bera ábyrgð á því að um ráðningar starfsmanna, kjör þeirra og starfsskilyrði að öðru leyti, fari samkvæmt lögum, stjórnvaldsfyrirmælum og kjarasamningum. Þannig ber forstöðumönnum að tryggja að þeir samningar sem gerðir eru um vinnuframlag endurspegli raunverulega ábyrgð og hlutverk hvers og eins starfsmanns.
Ennfremur ber forstöðumaður ábyrgð á því að ekki séu gerðir samningar sem fela í sér gerviverktöku sem eru ólögmætir, eins og þegar gerðir eru verktakasamningar sem rétt og eðlilegt væri að gerðir væru ráðningarsamningar um.
Hafa ber í huga að það hvort samningur milli stofnunar og aðila sé nefndur ráðningasamningur eða verktakasamningur hefur ekki afgerandi áhrif á niðurstöðu mats á því hvort starfssamningssambandið er talið eiga við hverju sinni, heldur eðli samningsins og það sem í honum felst.
Túlkun á samningssambandinu hverju sinni ræðst af heildarmati á innihaldi samnings, framkvæmd hans og aðstæðum að öðru leyti. Ef skoðun á verktakasamningi og framkvæmd hans leiðir í ljós að í raun sé um að ræða starfssamning, er um að gerviverktöku að ræða.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.