Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Réttur til aðgangs að persónuupplýsingum

Aðgangsréttur

Einstaklingur getur beðið fyrirtæki eða stofnun um afrit af persónuupplýsingum sem þau hafa um sig.

Beiðni má vera munnleg eða skrifleg.

Afgreiðslutími

Fyrirtækið eða stofnunin verður að gefa einstaklingi afrit af gögnum um viðkomandi eins fljótt og hægt er og ekki seinna en 1 mánuði frá því að beiðnin barst.

Við ákveðnar aðstæður, til dæmis ef beiðnir eru sérstaklega flóknar eða margar beiðnir berast, má lengja frestinn um 2 mánuði. Í þessu tilviki verður að upplýsa einstakling:

  • innan 1 mánaðar frá beiðni

  • um hvers vegna það er seinkun

  • um rétt til að leggja fram kvörtun til Persónuverndar

Undantekningar

Við ákveðnar aðstæður má fyritæki eða stofnun halda upplýsingum aftur, til dæmis ef upplýsingarnar tengjast:

  • vísindarannsókn eða skjalavistun

  • forvörnum eða rannsókn glæps

  • þjóðaröryggi, landvörnum eða almannahagsmunum

Í þessum tilvikum er þeim ekki skylt að upplýsa hvers vegna upplýsingum er haldið aftur.

Kostnaður

Aðgangur að gögnum einstaklings er almennt gjaldfrjáls.

Þó getur stofnun eða fyrirtæki rukkað umsýslukostnað við ákveðnar aðstæður, til dæmis ef:

  • einstaklingur ert að biðja um mikið magn upplýsinga

  • það krefst mikils tíma og fyrirhafnar að afgreiða beiðni

  • beiðni er augljóslega tilefnislaus eða óhófleg vegna endurtekninga

Leiðbeiningar

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820