Fara beint í efnið

Stafrænt vinnuvélaskírteini

Auk hefðbundinnar útgáfu á vinnuvélaskírteini er hægt að sækja stafrænt vinnuvélaskírteini.

Skírteinið gildir bara á Íslandi. Það sannar fyrir lögreglu að stjórnandi ökutækis sé með gild vinnuvélaréttindi en á því eru sömu upplýsingar og á hefðbundnu vinnuvélaskírteini. Ef þú bætir við þig réttindum þarftu að sækja skírteinið aftur til að þau komi fram.

Vinnueftirlitið getur óskað þess að sjá hefðbundið útgefið skírteini við véla- og fyrirtækjaeftirlit.

Svona sækir þú stafrænt skírteini

Hægt er að nálgast stafrænt vinnuvélaskírteini á tvo vegu.

Beint úr Ísland.is appinu - mælt með!

Á mínum síðum Ísland.is

Eingöngu er hægt að setja skírteinið upp á einu símtæki í einu. Ef það er sett upp í öðrum síma afvirkjast það í tækinu sem það var í áður.

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið