Veðleyfi (breyting á veðröð)
Veðleyfi er leyfi frá HMS til að færa lán frá annarri lánastofnun fram fyrir sig í veðröðinni. Þetta getur til dæmis þurft við endurfjármögnun á áhvílandi láni eða viðbótarlántöku.
Skilyrði
Veðleyfi er veitt til endurbóta á húsnæði, ekki til að endurfjármagna lausaskuldir.
Samtals lán á húsnæðinu mega vera að hámarki 44 milljónir.
Samtals lán á húsnæðinu mega vera að hámarki 80% af markaðsverði.
Lántakendur verða að vera þinglýstir eigendur eignar.
Lán sem fá ekki veðleyfi
Lán frá Byggingarsjóði verkamanna.
Lán til leiguíbúða eða búseturéttaríbúða.
Landsbyggðarlán.
Gjaldeyrislán.
Sækja um
Eftir að þú hefur sótt um nýtt lán hjá annarri lánastofnun sendirðu inn umsókn um veðleyfi hjá HMS.
Fylgigögn
Lánsloforð eða afrit af nýja láninu.
Ef nýja lánið og lán HMS fara yfir 80% af fasteignamati þarf verðmat, gert af fasteignasala.
Upplýsingar um ráðstöfun á lánsupphæðinni.
Ef tekið er viðbótarlán þarf að skila afriti af ítarlegu greiðslumati.
Ef á að greiða upp lán þarf að skila inn stöðunni á því láni.
Ráðgjafi HMS mun hafa samband fljótlega með tölvupósti, staðfesta umsókn og óska eftir frekari upplýsingum ef þörf er á.
Veðleyfi samþykkt
Þú færð tölvupóst þegar skjöl um veðleyfi eru tilbúin.
Þú sækir skjölin á afgreiðslutíma til HMS í Borgartúni 21, skrifar undir og ferð með í þinglýsingu.
Þegar nýrri veðröð lána hefur verið þinglýst skilar þú þinglýstu skjölunum inn til HMS.
Kostnaður við skilmálabreytingu leggst ofan á næsta gjalddaga lánsins.
Kostnaður
Veðleyfi: 5.500 krónur
Þinglýsingarkostnaður hjá sýslumanni: 2.700 krónur.
Þjónustuaðili
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun