Fasteignafélagið Þórkatla
Eyðublað fyrir yfirlýsingu húsfélags má finna á vefsvæði Þórkötlu
17. apríl 2024
Fasteignafélagið Þórkatla vill vekja athygli umsækjenda á því að hægt er að ganga frá yfirlýsingu húsfélags eða yfirlýsingu um ekkert húsfélag á vefsvæði félagsins á island.is.
Fasteignafélagið Þórkatla vill vekja athygli umsækjenda á því að hægt er að ganga frá yfirlýsingu húsfélags eða yfirlýsingu um ekkert húsfélag á vefsvæði félagsins á island.is.
Þetta á við umsækjendur í fjöleignarhúsum, þ.e. hefðbundnum fjölbýlishúsum, raðhúsum og parhúsum. Til þess að hægt sé að undirrita kaupsamning um eign í fjöleignarhúsi þurfa ofangreindar upplýsingar að liggja fyrir. Samkvæmt 25. gr. laga nr. 24/1994 um fjöleignarhús skal seljandi, áður en kaupsamningur er gerður, upplýsa kaupanda um stöðu húsfélags.
1. Starfandi húsfélag
Inni á vefsvæði Þórkötlu á island.is er nú hægt að fylla inn upplýsingar um húsfélag. Gert er ráð fyrir því að gjaldkeri eða formaður húsfélagsins fylli út yfirlýsinguna og skrifi undir til staðfestingar.
2. Umsjónaraðili sér um rekstur húsfélags
Mörg húsfélög hafa keypt þjónustu fyrirtækja sem halda utan um rekstur húsfélaga. Upplýsingar um rekstur húsfélagsins má í þeim tilvikum nálgast hjá viðkomandi fyrirtæki. Viðkomandi fyrirtæki gefur þá út yfirlýsingu með umbeðnum upplýsingum sem seljandi hleður inn á umsóknarsvæði island.is.
3. Ekkert húsfélag er starfandi
Falli eignin undir lög um fjöleignarhús, en ekki er starfrækt formlegt húsfélag vegna eignarinnar, er seljandi beðinn að haka við slíka yfirlýsingu inn á umsóknarsvæði island.is og staðfesta eftirfarandi:
Seljandi lýsir því yfir að ekki er starfrækt formlegt húsfélag um eignina, seljandi er ekki í skuld við sameigendur og ekki eru fyrirhugaðar eða samþykktar framkvæmdir vegna sameignar.
Hér má finna tengla á eyðublöðin: