Fara beint í efnið

Alþingiskosningar 2024

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Ef kjósendur geta ekki kosið á kjördag er hægt að kjósa utan kjörfundar.

Kosning á Íslandi

Kjósendur á Íslandi geta kosið hjá sýslumönnum og í sumum sveitarfélögum.

Kosning erlendis

Kjósendur þurfa að hafa samband við sendiráð eða ræðismann í viðkomandi landi til að vita hvar og hvenær er hægt að kjósa. Sýna þarf skilríki, til dæmis ökuskírteini eða vegabréf, þegar kosið er. Kjósendur bera sjálfir ábyrgð á því að koma atkvæði sínu til skila.

Hér má finna lista af íslenskum sendiráðum og ræðismönnum.

Ef kjósandi er í vafa um hvar og hvernig eigi að kjósa erlendis er best að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í gegnum hjalp@utn.is eða í síma +354 5459900.

Atkvæðabréfið skal senda til sveitarfélagsins þar sem kjósandi var síðast á kjörskrá.