Alþingiskosningar 2024
Talningarstaðir og aðsetur yfirkjörstjórna kjördæma
21. nóvember 2024
Yfirkjörstjórnir kjördæma auglýsa hér með talningastaði og aðsetur sín á kjördag.
Atkvæði verða talin að loknum kjörfundi í Laugardalshöll í Reykjavík, Kaplakrika í Hafnarfirði, Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi, Hjálmakletti í Borgarnesi og Brekkuskóla á Akureyri. Talning er öllum opin meðan húsrúm leyfir.
Sjá nánari upplýsingar í auglýsingum yfirkjörstjórna kjördæmanna ásamt upplýsingum um aðsetur þeirra á kjördag:
Reykjavíkurkjördæmi norður og suður
Aðsetur yfirkjörstjórna Reykjavíkurkjördæma norður og suður á kjördag verður í Ráðhúsi Reykjavíkur. Að kjörfundi loknum færist aðsetur yfirkjörstjórnarnanna í Laugardalshöll þar sem talning atkvæða fer fram.
Símanúmer yfirkjörstjórnanna á kjördag er í Reykjavík suður 696-6235 og Reykjavík norður 899-7769.
Aðsetur yfirkjörstjórnar Reykjavíkur verður einnig í Ráðhúsi Reykjavíkur á kjördag, sími þar er 411-4915.
Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmi suður
Leifur Valentín Gunnarsson, Sigfús Ægir Árnason, Harpa Rún Glad, Tómas Hrafn Sveinsson, Sandra Hlíf Ocares.
Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmi norður
Heimir Örn Herbertsson, Fanný Guðmundsdóttir, Halldóra Björt Ewen, Helgi Bergmann, Kolbrún Garðarsdóttir
Norðvesturkjördæmi
Aðsetur yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis á kjördag verður í Hjálmakletti menningarhúsi (Menntaskóla Borgarfjarðar), Borgarbraut 54, Borgarnesi. Talning atkvæða fer fram á sama stað kl. 22:00.
Símanúmer yfirkjörstjórnar á kjördag eru 855-5331 og 862-4380.
Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis
Ari Karlsson, Albert Björn Lúðvígsson, Hrund Pétursdóttir, Jón Pálmi Pálsson, Stefán Ólafsson
Norðausturkjördæmi
Aðsetur yfirkjörstjórnar Norðausturkjördæmis á kjördag verður í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Símanúmer yfirkjörstjórnar á kjördag er 854-1474.
Að loknum kjörfundi kl. 22 kemur yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis saman í Brekkuskóla á Akureyri, til þess að hefja talningu atkvæða. Sími á talningarstað verður 857-1479.
Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis
Gestur Jónsson, Eva Dís Pálmadóttir, Ingibjörg Þórðardóttir, Sigmundur Guðmundsson, Hildur Betty Kristjánsdóttir
Suðurkjördæmi
Aðsetur yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis á kjördag verður í Fjölbrautarskóla Suðurlands, Tryggvagötu 25, Selfossi. Talning atkvæða fer fram á sama stað kl. 22:00.
Símanúmer yfirkjörstjórnar á kjördag eru 663-1199 og 663-5011.
Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis
Þórir Haraldsson, Kristrún Elsa Harðardóttir, Soffía Sigurðardóttir, Jónas Höskuldsson, Sigrún Þórarinsdóttir
Suðvesturkjördæmi
Aðsetur yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis kjördag verður í Kaplakrika í Hafnarfirði. Talning atkvæða fer fram á sama stað kl. 22:00.
Símanúmer yfirkjörstjórnar á kjördag er 832-2275.
Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis
Gestur Svavarsson, María Júlía Rúnarsdóttir, Erla Gunnlaugsdóttir, Aldís Ásgeirsdóttir, Sigurður Tyrfingsson