Fara beint í efnið

Tímabundin yfirtaka lána

Við ákveðnar aðstæður heimilar HMS tímabundna yfirtöku húsnæðislána. Þá er kaupandi að verja hagsmuni sína af þremur mögulegum ástæðum:

  • Kröfuhafi kaupir fasteign á nauðungarsölu í þeim tilgangi að verja veðkröfu sína og ætlar að selja eignina strax aftur.

  • Íbúð með áhvílandi ÍLS-veðbréf eða fasteignaveðbréf er tekin sem greiðsla upp í aðra og verðmætari íbúð.

  • Riftun kaupsamnings hefur átt sér stað og eigandi þarf að fá frest til að selja eignina aftur.

Skilyrði

  • Tímabundin yfirtaka er veitt til 12 mánaða og skal íbúðin seld á þeim tíma.

  • Ef íbúðin selst ekki vegna óviðráðanlegra aðstæðna er heimilt að framlengja tímabundna yfirtöku í allt að 12 mánuði til viðbótar.

  • HMS áskilur sér rétt til gjaldfellingar á láninu hafi ekki fengist kaupendur að íbúðinni að þeim tíma liðnum.

  • Yfirtaka er ekki heimiluð fyrr en vanskil hafa verið greidd upp.

  • Gildistími samþykkis HMS miðast við móttökudag undirritaðrar umsóknar.

Sækja um

Umsókn um tímabundna yfirtöku lána

Í umsókn þurfa að koma fram nöfn og kennitölur nýs greiðanda og núverandi greiðanda ásamt upplýsingum um áhvílandi skuldabréf sem greiðandi yfirtekur.

Fylgigögn

Með umsókninni þarf að fylgja, eftir því sem við á:

  • Kaupsamningur fyrir viðkomandi eign.

  • Riftun kaupsamnings.

Kostnaður

11.000 krónur.