Fara beint í efnið

Þjónusta við flóttafólk hjá Vinnumálastofnun

Ráðgjafar Vinnumálastofnunar aðstoða einstaklinga sem hafa fengið alþjóðlega vernd á Íslandi við að leita að starfi og sækja íslenskunámskeið.

Það er félagsþjónusta sveitarfélagsins þar sem einstaklingurinn býr sem sendir beiðni um þjónustu Vinnumálastofnunar. Einstaklingar sækja því ekki sjálfir um þjónustuna.

  1. Málstjóri hjá félagsþjónustu sveitarfélags fyllir út tilvísunareyðublað í samráði við einstaklinginn.

  2. Eftir að tilvísunin berst Vinnumálastofnun kallar ráðgjafi viðkomandi í viðtal.

Atvinnuleit, námskeið og fræðsla

Ráðgjafar veita:

  • einstaklingsmiðaða ráðgjöf,

  • aðstoð við að sækja námskeið,

  • samfélagsfræðslu,

  • aðstoð við gerð ferilskrár,

  • kynna helstu verkfæri til atvinnuleitar á Íslandi,

  • hafa samband við atvinnurekendur.

Túlkar

Það er Fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar sem veitir þjónustuna. Starfsfólk deildarinnar býr yfir fjölbreyttri tungumálaþekkingu. Túlkaþjónusta á netinu er líka notuð þegar þörf er á.

Samræmd móttaka flóttafólks

Vinnumálastofnun er þáttakandi í samræmdri móttöku flóttamanna. Hlutverk stofnunarinnar er að veita stuðning í atvinnuleit ásamt því að stýra íslenskufræðslu og samfélagsfræðslu til fullorðinna flóttamanna.

Atvinnurekendur

Tekið er á móti fyrirspurnum atvinnurekenda sem vilja ráða flóttafólk í vinnu í netfanginu: flottamenn@vmst.is.

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun