Staðan á mínu máli hjá lögreglu
Vegna rannsóknarhagsmuna er takmarkað hversu miklar upplýsingar lögreglan getur gefið um stöðu mála.
Vinnslutími
Vinnslutími mála hjá lögreglu er mislangur. Sum mál eru afgreidd fljótlega en þegar þarf að rannsaka mál getur það tekið frá nokkrum mánuðum og upp í ár eða lengur.
Staða á mínu máli
Mál er tilkynnt lögreglu og tekið til skoðunar.
Lögregla hefur rannsókn á máli. Lögreglan kallar eftir gögnum sem geta varpað ljósi á atvikið, ræðir við vitni, sakborninga og aðra sem geta varpað ljósi á málið.
Að rannsókn lokinni er ákvörðun tekin um ákæru.
Ef rannsókn lögreglu leiðir til ákvörðunar um að það eigi að ákæra í málinu færist það til héraðssaksóknara.
Gott er að vita að samkvæmt íslenskum lögum má lögregla, eða ákæruvald, ekki leggja fram ákæru nema að meiri líkur en minni séu á að viðkomandi verði sakfelldur – eða sérstakar ástæður kalli á ákæru.
Þjónustugátt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
Í þjónustugátt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er hægt er að sjá stöðu mála sem tengjast kynferðisbrotum á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.
Unnið er að því að gera fleiri mál aðgengileg á fleiri landsvæðum.

Þjónustuaðili
Lögreglan