Skil á ársreikningum trú- og lífsskoðunarfélaga
Frá og með 1. janúar 2025 ber að skila ársreikningum trú- og lífsskoðunarfélaga til sýslumanns. Má gera það um netfangið skil@syslumenn.is.
Skila má jafnt ársreikningum fyrir árið 2024 og eldri ársreikningum í þetta netfang.
Skila má eldri ársreikningum en fyrir árið 2024 hvenær sem er ársins. Hafi ársreikningum fyrir árið 2024 og síðar ekki verið skilað í síðasta lagi 31. ágúst 2025 ber að leggja stjórnsýslusekt á aðila sem vanrækt hafa skil skv. ákvæðum þeirra laga sem um þetta gilda.
Ef ekki er unnt að skila reikningum í tölvupósti má senda þá í pósti á skrifstofu embættisins Aðalstræti 92, 450 Patreksfjörður.
Þjónustuaðili
SýslumennTengd stofnun
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum