Fara beint í efnið

Sala á greiðslumarki

Þú getur sótt um samþykki fyrir sölu á greiðslumarki hjá HMS. Stofnunin þarf að samþykkja söluna því að hún hefur áhrif á verðmæti fasteignar sem HMS veitti lán fyrir.

Dæmi

  • Þú vilt selja mjólkurkvóta.

  • Þú vilt selja ærgildi.

Skilyrði

  • Veðrými eftir breytingar eða skerðingu veðs verður að vera nægjanlegt fyrir áhvílandi lán.

Sækja um

Sækja um samþykki fyrir sölu á greiðslumarki

Í tilfelli sölu á mjólkurkvóta þarftu að tilgreina:

  • Heildarfjölda lítra.

  • Fjölda seldra lítra.

  • Verðmæti seldra lítra.

Í tilfelli sölu á ærgildum þarftu að tilgreina:

  • Heildarfjölda ærgilda.

  • Fjölda seldra ærgilda.

  • Verðmæti seldra ærgilda.

Fylgigögn

Með umsókninni þarf að fylgja:

  • Yfirlit yfir stöðu lána á fyrri veðréttum.

Ráðgjafi HMS mun hafa samband með tölvupósti og óska eftir frekari upplýsingum ef þörf er á.

Umsókn um sölu á greiðslumarki samþykkt

  1. Þú færð tölvupóst þegar umsókn um sölu á greiðslumarki hefur verið samþykkt.

  2. Þegar skjöl eru tilbúin er hægt að nálgast þau á afgreiðslutíma til HMS í Borgartúni 21 eða fá þau send með ábyrgðarpósti ef þú býrð á landsbyggðinni.

  3. Þegar skjölunum hefur verið þinglýst skilar þú þeim aftur til HMS.

Umsókn um sölu á greiðslumarki synjað

Þú færð bréf með skýringum á ástæðum synjunar á Mínar síður á Ísland.is.

Ef þú telur niðurstöðuna ranga getur þú kært hana til úrskurðarnefndar velferðarmála.