Sýslumenn taka þátt í ýmsum verkefnum, til hagsbóta fyrir landsmenn.
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er aðili að Velferðarneti Suðurnesja, en það er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum og fjögurra ríkisstofnana sem eru í beinni þjónustu við íbúa á Suðurnesjum, þ.e. sýslumanns, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Lögreglustjórans á Suðurnesjum og Vinnumálastofnunar.