Samgöngustofa 10 ára
1. júlí 2023
Hinn 1. júlí 2023 er áratugur frá fyrsta starfsdegi Samgöngustofu. Kjarninn í starfseminni er öryggi í samgöngum.
Hinn 1. júlí 2023 er áratugur frá fyrsta starfsdegi Samgöngustofu. Kjarninn í starfseminni er öryggi í samgöngum. Eftirlit, skráning farartækja, undirbúningur laga og reglna, öryggisáætlanir, greining atvika, forvarnir og fræðsla er meðal þess sem myndar umgjörð öruggra samgangna. Umfang starfseminnar helst í hendur við síbreytilegar þarfir þjóðfélagsins en markmiðin ættu alltaf að vera framfarir milli ára og að staða Íslands sé hið minnsta jafngóð og þeirra þjóða sem fremstar standa.
Staðfesta í öryggisstefnu skilar árangri, eykur samvitund og bætir samgöngumenningu. Margt hefur áunnist en alltaf má gera betur og okkar allra að vera samferða á þeirri leið. Förum örugg inn í sumarið og nýjan áratug.