Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
8. desember 2023
Dag- og göngudeild geðþjónustu lokar frá og með 11. desember 2023 til og með 12. janúar 2024 vegna endurskoðunar og umbóta á starfsemi.
4. desember 2023
Um 20% aukning hefur verið í bráðakomum einstaklinga 75 ára og eldri síðan fyrir Covid-19 með tilheyrandi aukningu þessa aldurshóps í innlögn á deildir SAk.
1. desember 2023
„Við fögnum því sannarlega að framkvæmdir séu hafnar við hjúkrunarheimilið Hlíð enda hefur lokun rýma þar haft veruleg áhrif á starfsemi SAk,“ segir Ragnheiður Halldórsdóttir framkvæmdastjóri lækninga og öldrunarlæknir við SAk.
29. nóvember 2023
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis (KAON) kom færandi hendi á dögunum og afhenti lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri svokallaðar verkjadýnur. Þær eru sérstaklega hannaðar fyrir sjúklinga með verki en reynast einnig vel sem legusáravörn.
28. nóvember 2023
Emilía Fönn Andradóttir hjúkrunarfræðingur á innkirtlamóttöku SAk fékk á dögunum birta grein í Tímariti íslenskra hjúkrunarfræðinga.
27. nóvember 2023
Sunnudaginn 26. nóvember var haldið upp á evrópudag sjúkraliða. Við Sjúkrahúsið á Akureyri starfa um 100 sjúkraliðar í hinum ýmsu störfum. Anna Fanney er ein þeirra.
24. nóvember 2023
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) ásamt starfsfólki sjúkrahússins standa fyrir hátíð á Glerártorgi laugardaginn 25. nóvember nk. milli kl. 14:00 og 16:00. Slík hátíð á Glerártorgi hefur verið árviss viðburður frá stofnun hollvinasamtakanna fyrir 10 árum en féll niður 2020 og 2021 vegna COVID-19 faraldursins.
22. nóvember 2023
Hollvinasamtök SAk boða til félagsfundar fimmtudaginn 7. desember nk. í fundaherbergi málmiðnaðarmanna í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, 3. hæð.
21. nóvember 2023
Í síðustu viku var blásið til kynningar á störfum hjúkrunarfræðinga og iðjuþjálfa og var kynningin haldin í Háskólanum á Akureyri. Kynningin var opin hjúkrunarfræðinemum á 3ja ári ásamt iðjuþjálfunarfræðinemum.
17. nóvember 2023
Úthlutun styrkja úr Vísindasjóði SAk fer fram einu sinni á ári. Úthlutað er samkvæmt tillögum vísindaráðs Sjúkrahússins á Akureyri. Úthlutað var 6.412.200 kr.