Árleg gæðaúttekt SAk
11. febrúar 2025
Þrír fulltrúar alþjóðlega faggildingarfyrirtækisins Det Norske Veritas (DNV-GL) verja þessa vikuna þremur og hálfum degi á SAk, til þess að taka út starfsemina samkvæmt stöðlum DNV og ISO9001. Að verkefninu kemur fjöldi starfsfólks SAk, enda fara vottunaraðilar víða um stofnunina við vinnu sína.

Þrír fulltrúar alþjóðlega faggildingarfyrirtækisins Det Norske Veritas (DNV-GL) verja þessa vikuna þremur og hálfum degi á SAk, til þess að taka út starfsemina samkvæmt stöðlum DNV og ISO9001. Að verkefninu kemur fjöldi starfsfólks SAk, enda fara vottunaraðilar víða um stofnunina við vinnu sína. Fyrsti fundur gæðaúttektarinnar var haldinn í morgun, þar sem framkvæmdastjórn ásamt tengiliðum SAk og úttektaraðilum hóf störf. „Markmið gæðavottunar hjá SAk er að tryggja hámarks gæði í allri þjónustu sjúkrahússins, viðhalda stöðluðu og skilvirku verklagi og draga fram tækifæri til áframhaldandi þróunar og umbóta. Gæðavottun er mikilvæg til að tryggja stöðugar framfarir, innleiða nýjungar í heilbrigðisþjónustu og fylgja alþjóðlegum kröfum um öryggi og árangur. Með þessu er sjúkrahúsið betur í stakk búið til að veita bestu mögulegu þjónustu fyrir samfélagið“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri SAk. SAk hlaut fyrst DNV HealthCare-vottun árið 2015 og IS09001-vottun árið 2019, fyrst allra íslenskra heilbrigðisstofnana. |