Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða

Sjúkrahúsið á Akureyri

800 nemendur á Starfamessu í HA

14. mars 2025

Sjúkrahúsið á Akureyri tók í gær þátt í Starfamessu í Háskólanum á Akureyri. Á Starfamessu koma fjölmörg fyrirtæki og stofnanir saman á einum stað til að kynna sig og sín störf fyrir elstu nemendum grunnskóla, háskólanemum og öðrum áhugasömum. Markmið Starfamessunnar er að kynna fjölbreytt störf og veita nemendum innsýn í framtíðarmöguleika sína.

Starfamessa 2025

Sjúkrahúsið á Akureyri tók í gær þátt í Starfamessu í Háskólanum á Akureyri. Á Starfamessu koma fjölmörg fyrirtæki og stofnanir saman á einum stað til að kynna sig og sín störf fyrir elstu nemendum grunnskóla, háskólanemum og öðrum áhugasömum. Markmið Starfamessunnar er að kynna fjölbreytt störf og veita nemendum innsýn í framtíðarmöguleika sína.

Hressir fulltrúar SAk kynntu fjölmörg störf, s.s. störf ljósmæðra, hjúkrunarfræðinga, geislafræðinga, sjúkraþjálfara, lífeindafræðinga, heilbrigðisgagnafræðinga, talmeinafræðinga og iðjuþjálfa. Var ekki annað að sjá en að kynning þeirra hefði vakið mikla lukku hjá ungu kynslóðinni og vonandi kveikt áhuga á því að starfa innan heilbrigðiskerfisins í framtíðinni.