Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Varúð! Svikapóstar í nafni lögreglu í tengslum við skattaskuldir

7. febrúar 2025

Logo Lögreglan

Embætti ríkislögreglustjóra berast nú tilkynningar um tölvupóst þar sem lögregla er ranglega titluð sem sendandi og skilaboðin ranglega merkt lögreglu og „Skattstofu Íslands“. Í tölvupóstinum er verið að vara við ógreiddri skattaskuld og netfang ríkislögreglustjóra notað auk símanúmers embættisins.

Við vekjum athygli á því að skilaboðin eru ekki frá ríkislögreglustjóra eða lögreglu og viljum við vara fólk við að svara tölvupóstinum og við því að ýta á hlekki og viðhengi sem geta fylgt svikapóstum sem þessum.

Mikilvægt er að skoða öll skilaboð og allan póst með gagnrýnum augum, ekki smella á hlekki eða viðhengi sem eru grunsamleg og alls ekki gefa upp kortaupplýsingar eða viðkvæmar persónuupplýsingar.

Við vekjum athygli á góðri fræðslu á heimasíðu CERT um vefveiðar sem þessar: Vefveiðar (cert.is)

Hér má sjá dæmi um svikapóst:

Varúð! Svikapóstar í nafni lögreglu í tengslum við skattaskuldir-0