Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu

24. janúar 2025

Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu

Í síðustu viku slösuðust tveir vegfarendur í tveimur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 12. – 18. janúar, en alls var tilkynnt um 27 umferðaróhöpp í umdæminu.

Þriðjudaginn 14. janúar kl. 18.16 var bifreið ekið frá Hraunbrún í Hafnarfirði, inn á gatnamótin við Reykjavíkurveg og Flatahraun þar sem ökumaðurinn hugðist beygja til vinstri og aka norður Reykjavíkurveg, og á gangandi vegfaranda, sem var á leið yfir götuna til austurs. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild.

Laugardaginn 18. janúar kl. 13.53 varð tveggja bíla árekstur á Víkurvegi í Reykjavík, við gatnamót við Hallsveg, en þeim var ekið úr gagnstæðri átt. Í aðdragandanum hugðist ökumaðurinn sem ók norður Víkurveg taka vinstri beygju á gatnamótunum og aka Hallsveg til vesturs þegar árekstur varð með þeim, en þar var á ferð ökumaður í æfingaakstri með leiðbeinanda sér við hlið. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.