Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu

17. febrúar 2025

Í síðustu viku slösuðust tveir vegfarendur í tveimur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu.

Logreglan-umferd-1

Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 9. – 15. febrúar, en alls var tilkynnt um 20 umferðaróhöpp í umdæminu.

Sunnudaginn 9. febrúar kl. 22.24 var bifreið ekið vestur Álfaskeið í Hafnarfirði, við Mánastíg, og á gangandi vegfaranda. Ökumaðurinn er grunaður um fíkniefnaakstur. Gangandi vegfarandinn var fluttur á slysadeild.

Fimmtudaginn 13. febrúar kl. 12.32 missti ökumaður á leið suður Vesturlandsveg á Kjalarnesi, að hringtorgi við Esjuveg, stjórn á bifreið sinni. Við það hafnaði hún á ljósastaur, en í aðdragandanum hafði ökumaðurinn missti símann sinn í gólfið og var að teygja sig eftir honum með fyrrgreindum afleiðingum. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.