Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu
27. febrúar 2025
Í síðustu viku slösuðust fjórir vegfarendur í þremur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu.


Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 16. – 22. febrúar, en alls var tilkynnt um 25 umferðaróhöpp í umdæminu.
Sunnudaginn 16. febrúar kl. 20.55 missti ökumaður á leið austur Sæbraut í Reykjavík, á móts við Arion banka í Borgartúni, stjórn á bifreið sinni þegar hún fór skyndilega að rása að aftan á veginum. Við það hafnaði bifreiðin á ljósastaur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.
Mánudaginn 17. febrúar kl. 12.38 var bifreið ekið suður Laugalæk í Reykjavík, að gatnamótum við Sundlaugaveg, og aftan á aðra bifreið, sem var þar kyrrstæð á rauðu ljósi. Ökumaður og farþegi úr aftari bifreiðinni voru fluttir á slysadeild.
Miðvikudaginn 19. febrúar kl. 7.53 féll ökumaður af rafmagnshlaupahjóli á göngustíg við Klausturstíg í Reykjavík. Hann var fluttur á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.