Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tilkynning til foreldra

19. desember 2002

Logo Lögreglan

Það er brýnt að nota endurskinsmerki í skammdeginu. Með því erum við að draga úr slysahættu og gera ökumönnum auðveldara að sjá okkur. Best er að bera þau í mjaðmahæð eða sem endurskinsborða yfir öxlina. Endurskinsmerki eru ódýr líftrygging. Gangandi án endurskinsmerkja sjáumst við fyrst í 20-30 metra fjarlægð frá bíl sem ekur með lág ljós. Með endurskinsmerki sjáumst við í u.þ.b. 120-130 metra fjarlægð og þá hefur bílstjórinn tækifæri til að draga úr hraða og víkja.

Láttu sólargeislann þinn skína í skammdeginu

Forvarna- og fræðsludeild lögreglunnar í Reykjavík