Tilkynning frá aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins
6. febrúar 2025


Ástandið á höfuðborgarsvæðinu er óðum að verða skaplegra, en rauð viðvörun vegna veðurs í umdæminu féll úr gildi kl. 13. Fáir voru á ferli og því ljóst að flestir hafa haldið sig heima á meðan óveðrið gekk yfir. Viðbragðsaðilar höfðu samt í nógu að snúast, en verkefnin voru á sömu nótum og í gær. Margar tilkynningar bárust vegna hluta sem voru að fjúka, m.a. þakplötur og þakkantar. Skilti, trampólín og tré urðu líka fyrir barðinu á rokinu. Tilkynningar um vatnstjón voru hins vegar hverfandi.
Heilt yfir má segja að nokkuð vel hafa gengið að eiga við óveðrið á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Þar skipti líka máli að fólk fylgdi tilmælum og fyrir það vilja viðbragðsaðilar þakka.