Tilkynning frá aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins
5. febrúar 2025


Veðurútlitið hefur versnað og nú hefur verið gefin út RAUÐ VIÐVÖRUN VEGNA VEÐURS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU og gildir hún frá kl. 16 -20 í dag, miðvikudag. Fólk er beðið um að vera alls ekki á ferðinni að nauðsynjalausu á meðan óveðrið gengur yfir.
Tilmæli til foreldra/forráðamanna:
• Mikilvægt er að forsjáraðilar geri ráðstafanir til þess að sækja börn í skóla og frístundastarf tímanlega fyrir kl. 15:30 í dag, 5. febrúar.
• Forsjáraðilar þurfa að fylgja börnum í og úr skóla og frístundastarfi. Skóla- og frístundastarf fellur ekki niður nema það sé tilkynnt sérstaklega.
Minnum á nauðsyn þess að festa lausamuni til að koma í veg fyrir foktjón og að losa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón. Vinsamlegast fylgist mjög vel með veðurspám.
Rauð viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu hefur einnig verið gefin út fyrir morgundaginn, 6. febrúar, og gildir hún frá kl. 8 -13.