Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Þessi frétt er meira en árs gömul

Sumar- og vetrarhjólbarðar

16. apríl 2002

Logo Lögreglan

Ríkislögreglustjórinn minnir á að frestur til að taka vetrarhjólbarða undan bifreiðum og setja sumarhjólbarða undir rennur út 15. apríl. Þó er heimild til að hafa vetrarhjólbarða undir lengur, ef sérstök veðurskilyrði kalla á það.

Búast má við því að lögreglan fari að beita sektum við brotum gegn þessu þegar líður að lokum apríl. Minnt er á að sektin fyrir hvern og einn vetrarhjólbarða með nöglum undir bifreið er kr. 5.000,-.