Rýmingum aflétt á Seyðisfirði
21. janúar 2025


Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi á rýmingarsvæðum á Seyðisfirði frá klukkan 14:00 í dag. Öllum rýmingum á Seyðisfirði hefur því verið aflétt. Íbúum á rýmingarsvæðum er óhætt að snúa heim og starfsemi hjá fyrirtækjum á rýmdum svæðum má hefjast að nýju.