Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Rýmingarspjöld – hvar hægt er að nálgast þau

27. desember 2024

Logo Lögreglan

Þó ekkert bendi til veðrabrigða næstu daga minnir lögregla engu að síður á rýmingarspjöldin sem dreift var fyrir all nokkru í hús á Eskifirði, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Á þeim má finna leiðbeiningar um það hvað helst ber að hafa í huga þegar hús er yfirgefið. Þá eru þau einnig hugsuð sem tilkynning til viðbragðsaðila um að rýming hafi farið fram.

Eitt slíkt ætti að vera á hverju heimili þessara staða en ef ekki þá er hægt, nú í aðdraganda áramóta til að mynda þegar margir eiga erindi í björgunarsveitarhús, að nálgast þau þar. Þau er einnig að finna á lögreglustöðvum umdæmisins, – sjá og hér.