Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Rjúpnaveiðitímabilið

25. október 2024

Logo Lögreglan

Rjúpnaveiðitímabilið hefst í dag, en lögreglan hvetur fólk til að kynna sér reglur um rjúpnaveiði, hvert á sínu svæði, á vef Umhverfisstofnunar. Veiðimenn eru einnig minntir á að skylda er að vera með gilt skotvopnaleyfi, auk þess að geyma skotvopn með tryggilegum hætti í viðurkenndum skotvopnaskáp, en hann er skyldueign hvers skotvopnaeiganda. Þá er einnig mikilvægt að tryggja að vopn séu tryggilega afhlaðin áður en gengið er frá vopnum að lokinni notkun, en auk þess skulu skotvopn vera óhlaðin þegar þau eru nær „vélknúnu farartæki á landi en 250m“ líkt og segir í lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Komum heil heim af veiðum.

Veiðireglur