Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Ráð til að styðja börn og fullorðna eftir áföll

30. október 2024

Logo Lögreglan

Unnið hefur verið fræðsluefni til að efla færni í að takast á við áföll og aðstoða aðra við að vinna úr erfiðum upplifunum. Efnið byggir á leiðbeiningum áfallateymis Rauða krossins á Íslandi í samstarfi við Neyðarlínuna og lögregluna.

Efnið er aðgengilegt sem myndbönd á ensku og íslensku og á vefsíðu Neyðarlínunnar, 112.is á fjölmörgum tungumálum.

Þar má finna gagnleg ráð fyrir foreldra og aðra aðstandendur til að styðja börn og ungmenni í gegnum áföll. Einnig er fjallað um eðlileg viðbrögð barna og fullorðinna við áföllum.

Efnið skiptist í:

  • Hvernig geta fullorðnir hjálpað barni eftir áfall? Sjá nánar

  • Eðlileg viðbrögð barna við áföllum. Sjá nánar

  • Eðlileg viðbrögð fullorðinna við áföllum. Sjá nánar

  • Hvernig geta fullorðnir hjálpað sér og öðrum eftir áfall? Sjá nánar

Hægt er að ræða lítil sem stór vandamál við hjálparsíma Rauða krossins 1717. Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjall Rauða krossins á 1717.is.

Í neyð skal hringja í 112 eða hafa samband í gegnum netspjall á 112.is