Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Ölvunar- og fíkniefnaakstur

10. febrúar 2025

Tuttugu og níu ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina.

Logreglan-umferd-3

Þrettán voru stöðvaðir í Reykjavík, níu í Hafnarfirði, fjórir í Garðabæ, tveir í Kópavogi og einn í Mosfellsbæ. Tveir voru teknir á föstudagskvöld, sex á laugardag, átján á sunnudag og þrír aðfaranótt mánudags. Þetta voru tuttugu og þrír karlar á aldrinum 19-48 ára og sex konur, 15-41 árs. Tíu þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og sjö hafa aldrei öðlast ökuréttindi.

Lögreglan var mjög víða við eftirlit í umdæminu með ölvunar-, fíkniefna- og lyfjaakstri og svo verður vitaskuld áfram enda full ástæða til.