Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Þessi frétt er meira en árs gömul

Manndráp í Reykjavík

27. september 2002

Logo Lögreglan

Kl. 21.35 í gærkvöldi var tilkynnt til Neyðarlínunnar að karlmaður hafi orðið fyrir árás í húsi við Klapparstíg og væri slasaður. Lögregla og sjúkralið fóru þegar á vettvang. Á vettvangi kom í ljós að maðurinn hafði orðið fyrir hnífsstungu en árásarmaðurinn hlaupið í burtu.

Maðurinn var með meðvitund eftir árásina og gat gert vart við sig hjá nágrönnum sem hringdu strax á lögreglu og sjúkralið. Maðurinn skýrði lögreglumönnum frá því sem gerst hafði. Hann var þegar í stað fluttur á slysadeild en var úrskurðaður látinn rétt eftir að þangað kom.

Lögregla hóf þegar víðtæka leit að manninum sem talinn er vera árásarmaðurinn og var hann handtekinn í austurborginni um kl. 23.10. Hann er nú í haldi lögreglu. Rannsókn málsins hófst strax í gærkvöldi og stendur enn, sömuleiðis vettvangsrannsókn.

Frekari upplýsingar um málið er ekki hægt að veita að svo stöddu.

Ákvörðun um gæsluvarðhald verður tekin síðar í dag

Maðurinn sem lést var 65 ára gamall Reykvíkingur.

Hinn grunaði er einnig Reykvíkingur, 35 ára gamall.

Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn