Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Þessi frétt er meira en árs gömul

Lögreglan finnur fíkniefni.

9. september 2002

Logo Lögreglan

Seinni part laugardagsins 7. september sl. fann lögreglan á Ísafirði fíkniefni, n.t.t. rúmlega 1 gramm af tóbaksblönduðu hassi.

Fíkniefnin fundust eftir að lögreglan hafði stöðvað akstur bifreiðar á Ísafirði. Í bifreiðinni voru tveir menn, annar 17 ára en hinn 22 ára gamall. Leitað var að fíkniefnum í bifreiðinni og eins á báðum þessum mönnum. Fíkniefnin fundust á þeim eldri og var hann færður á lögreglustöðina til yfirheyrslu. Hann viðurkenndi að hafa átt efnin og ætlað þau til neyslu. Hann á von á viðeigandi refsingu vegna brots á lögum um ávana- og fíkniefni.

Sá sem var handtekinn með fíkniefnin hefur ekki áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála.