Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Þessi frétt er meira en árs gömul

Löggæsla á Írskum dögum Akranesi

30. júní 2023

Logo Lögreglan

Lögreglan á Vesturlandi mun auka löggæslu á bæjarhátíðinni ,,Írskir Dagar“ á Akranesi núna um helgina. Fjölgað verður á vöktum og koma lögregluþjónar víða að sem taka vaktir hjá okkur þessa helgi. Við fáum aðstoð frá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu með tækjabúnað og lögreglan á Suðurnesjum sendir okkur til aðstoðar lögregluþjón með tvo fíkniefnaleitarhunda.

Við munum skoða umferðina til og frá Akranesi með aðstoð hundanna og verðum við löggæslueftirlit á svæðinu og þá sérstaklega þegar svokallað Lopapeysuball er haldið.

Við vonum að allir skemmti sér vel á þessari bæjarhátíð og njóti þess sem uppá er boðið um helgina.