Þessi frétt er meira en árs gömul
Líkfundur við Borgarnes í apríl 2023
6. júní 2023


Staðfest er að maðurinn sem fannst látinn í fjörunni við Straumeyri rétt við Borgarnes þann 13. apríl sl. var Modestas Antanavicius. Modestas hafði verið saknað síðan í byrjun árs en umfangsmikil leit hófst í kjölfarið.
Ekki er talið að lát Modestas hafi borið að með saknæmum hætti.
Lögreglan á Vesturlandi naut aðstoðar kennslanefndar ríkislögreglustjóra, tæknideildar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og réttarmeinadeildar við rannsókn málsins.