Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Innbrot og þjófnaðir – gæsluvarðhald til 5. desember

22. nóvember 2024

Logo Lögreglan

Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á innbrotum og þjófnuðum í umdæminu. Um er að ræða þjófnaði á nokkur hundruð kílóum af kjötvörum, fatnaði, raftækjum o.fl., en verðmæti þess hleypur á milljónum króna. Mikið af þýfinu fannst á dvalarstað mannsins, en nú er unnið að því að koma hlutunum aftur í réttar hendur og mun það taka einhvern tíma.

Upplýsingasími lögreglu er 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um.

Innbrot og þjófnaðir – gæsluvarðhald til 5. desember-0