Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Þessi frétt er meira en árs gömul

Helstu verkefni vikuna 3. til 10. september 2018.

10. september 2018

Logo Lögreglan

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna í vikunni og þá var annar ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.

Þá liggja fyrir tvær aðrar kærur vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða akstur án þess að hafa öryggisbelti spennt og akstur gegn einstefnu.

Ein eignaspjöll voru tilkynnt lögreglu í liðinni viku en þarna hafði framrúða í bifreið verið brotin þar sem bifreiðin stóð við veitingahúsið Tangann aðfaranótt 8. september sl. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki og eru þeir sem upplýsingar hafa um það vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við lögreglu.

Að morgni sl. sunnudags var lögreglu tilkynnt um umferðaróhapp við verslun Krónunnar. Þarna hafði viðskiptavinur verslunarinnar ætlað að leggja í stæði fyrir framan Krónuna en stigið óvart á bensíngjöfina í stað hemils þannig að bifreiðin lenti á húsinu með þeim afleiðingum að hurðar, rúður og gluggakarmur skemmdis. Engin slys urðu á fólki.