Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Þessi frétt er meira en árs gömul

Helstu verkefni vikuna 10. september til 17. september 2018

18. september 2018

Logo Lögreglan

Ein eignaspjöll voru tilkynnt lögreglu í liðinni viku en um var að ræða rúðubrot í bifreið sem stóð Hafnargötu að kvöldi 12. september sl. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki en þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við lögreglu.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í vikunni vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Einn ökumaður var sektaður í vikunni fyrir of hraðan akstur en hann mældist á 81 km/klst. á Strembugötu. Þá fékk einn ökumaður sekt fyrir akstur án þess að hafa öryggisbeltið spennt í akstri.