Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Fréttatilkynning til fjölmiðla

25. nóvember 2024

Logo Lögreglan

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Hægt er að keyra inn og út úr bænum um Nesveg og Suðurstrandarveg. Lokunarpóstar eru á Grindavíkurvegi nærri gatnamótum Reykjanesbrautar (óbreytt staða). Þá er lokunarpóstur á Grindavíkurvegi við gatnamót Nesvegar. Vegna framkvæmda við varnargarða og þá miklu umferð þungra vinnuvéla inn í Svartsengi þykir nauðsynlegt að takmarka þar alla almenna umferð. Sjá neðangreint kort.

Veðurstofa Íslands uppfærir sitt hættumat síðar í dag. Í kjölfar á birtingu þess hættumats mun lögreglustjóri jafnframt senda út nýja fréttatilkynningu.

Fréttatilkynning til fjölmiðla-0