Framleiðsla ökuskírteina færist til Íslands
6. mars 2025
Framleiðsla ökuskírteina er hafin hjá Þjóðskrá. Í rúman áratug hafa íslensk ökuskírteini verið framleidd í Ungverjalandi en nú hafa ríkislögreglustjóri, sýslumenn og Þjóðskrá Íslands tekið höndum saman og unnið að því að færa framleiðslu ökuskírteina til Íslands.


Tilfærslan eykur þjónustu við almenning verulega þar sem biðtími eftir því að fá ökuskírteini fer úr þremur vikum að meðaltali í eina viku. Auk þess sem samskiptaleiðir styttast og ferlar verða einfaldari. Margir hafa beðið eftir ökuskírteini á meðan tilfærslunni stóð en gert er ráð fyrir að flestir fái ökuskírteinin sín um næstu mánaðamót.
Umsóknarferlið og upplýsingagjöf fyrir ökuskírteini hér á landi helst óbreytt og fer fram hjá sýslumönnum. Verkefnið er gott dæmi um hvernig ólíkar stofnanir geta unnið saman að bættri þjónustu, auknu öryggi og grænum skrefum.