Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Framleiðsla ökuskírteina færist til Íslands

6. mars 2025

Framleiðsla ökuskírteina er hafin hjá Þjóðskrá. Í rúman áratug hafa íslensk ökuskírteini verið framleidd í Ungverjalandi en nú hafa ríkislögreglustjóri, sýslumenn og Þjóðskrá Íslands tekið höndum saman og unnið að því að færa framleiðslu ökuskírteina til Íslands.

Logreglan-umferd-1

Tilfærslan eykur þjónustu við almenning verulega þar sem biðtími eftir því að fá ökuskírteini fer úr þremur vikum að meðaltali í eina viku. Auk þess sem samskiptaleiðir styttast og ferlar verða einfaldari. Margir hafa beðið eftir ökuskírteini á meðan tilfærslunni stóð en gert er ráð fyrir að flestir fái ökuskírteinin sín um næstu mánaðamót.

Umsóknarferlið og upplýsingagjöf fyrir ökuskírteini hér á landi helst óbreytt og fer fram hjá sýslumönnum. Verkefnið er gott dæmi um hvernig ólíkar stofnanir geta unnið saman að bættri þjónustu, auknu öryggi og grænum skrefum.