Eldsvoði í eggjabúi Nesbús
19. nóvember 2024


Aðfaranótt sunnudagsins 17. nóvember sl. varð eldur laus í einu húsa eggjabúsins Nesbús í Vogum á Vatnsleysuströnd. Slökkviliði frá Brunavörnum Suðurnesja gekk greiðlega að slökkva eldinn. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins í samstarfi við tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að um 6000 fuglar hafi farið þarna forgörðum. Rannsókn á vettvangi er nú lokið en að svo stöddu liggja ekki fyrir upplýsingar um hvað þarna fór úrskeiðis. Rannsókn lögreglu heldur því áfram.