Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Þessi frétt er meira en árs gömul

Banaslys á Vesturlandsvegi

14. desember 2023

Logo Lögreglan

Alvarlegt umferðarslys var tilkynnt lögreglu miðvikudaginn 13. desember á Vesturlandsvegi móts við Skipanes. Þar hafði harður árekstur orðið milli tveggja bifreiða sem þrír aðilar voru í. Í öðrum bílnum var ökumaður einn á ferð en í hinni bifreiðinni voru tveir aðilar. Ökumaðurinn sem var einn á ferð lést. Ökumaður og farþegi úr hinni bifreiðinni voru flutt til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar.