Austurland – Veðurviðvaranir – Ekkert ferðaveður
5. febrúar 2025


Almannavarnanefnd á Austurlandi hvetur íbúar til að vera ekki á ferðinni í kvöld og á morgun meðan hættustig er í gildi. Veðrið gengur ekki að fullu niður fyrr en klukkan 18 á morgun samkvæmt veðurspá. Allt skólahald hefur verið fellt niður í fyrramálið.
Samkvæmt spá veðurstofu er suðvestan stormur austanlands og allt að 28-33 m/s og hviður staðbundið yfir 50 m/s. Talsverð rigning á köflum. Foktjón þykir mjög líklegt og getur verið hættulegt að vera á ferð utandyra. Vatnavextir eru líklegir á suðurfjörðum Austanlands og raskanir á samgöngum einnig. Ekkert ferðaveður. https://vedur.is/vidvaranir
Förum varlega, höldum okkur heima.