Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ársskýrsla embættis ríkislögreglustjóra árið 2001 er komin út

30. september 2002

Logo Lögreglan

Skýrslan gefur ítarlegar upplýsingar um rekstur og starfsemi embættis ríkislögreglustjóra á árinu 2001 auk þess sem gerð er rækileg grein fyrir þróun í starfsmannamálum og rekstrarkostnaði embættisins frá stofnun þess. Þar kemur fram að fjölgun hefur orðið á starfsmönnum vegna tilfærslu verkefna innan lögreglunnar og nýrra viðfangsefna, sem yfirvöld hafa falið embættinu. Hér kemur helst til tilfærsla á fjarskiptamiðstöð lögreglunnar og sérsveit, stofnun umferðardeildar og að sett var á stofn SIRENE-skrifstofa í tengslum við Schengen-samstarfið. Þegar litið er til þeira viðfangsefna sem horft var til við stofnun embættisins hefur starfsmönnum sem sinna þeim hins vegar lítið fjölgað, eða úr 32 í 34. Aukin starfsemi embættisins stafar þannig fyrst og fremst af nýjum viðfangsefnum sem hafa verið falin embættinu og varða hagræðingu, miðlæga stýringu og þjónustu við öll lögregluliðin í landinu.

Í ársskýrslunni eru ennfremur upplýsingar um starfsmannamál lögreglunnar í landinu, svo sem um fjölda stöðugilda lögreglumanna og greiddra ársverka, jafnframt því að sýnt er hlutfall brota og verkefna í hverju umdæmi samkvæmt málaskrá lögreglu. Þannig má t.d. sjá hlutfall hraðakstursbrota af heildarfjölda brota og verkefna samkvæmt málaskrá.

Tölur um afbrot og þróun þeirra verður gefin út í sérstakri skýrslu sem fljótlega kemur út.

Ársskýrsluna má nálgast á lögregluvefnum

30. september 2002

Ríkislögreglustjórinn