Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Þessi frétt er meira en árs gömul

Afghanistan og Austur-Tímor gerast aðilar að Interpol

22. október 2002

Logo Lögreglan

Á 71. allsherjarþingi Interpol, sem nú stendur yfir í Kamerún, var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta þátttökuríkja, að Afghanistan og Austur-Tímor gerðust aðilar að alþjóðasamstarfi lögreglu, Interpol. Þar með eru aðildarríki Interpol orðin 181.

Allsherjarþingið sitja að þessu sinni 455 fulltrúar frá 139 löndum, þar á meðal frá Íslandi. Meginumfjöllunarefni þingsins eru ráðstafanir tengdar baráttunni gegn hryðjuverkum í heiminum, auk þess sem nýtt samskiptakerfi Interpol verður kynnt.

Hægt er að kynna sér nánar dagskrá allsherjarþings Interpol á vefslóðinni www.interpol.int