Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Þessi frétt er meira en árs gömul

22. ágúst slysalaus dagur í umferðinni

21. ágúst 2002

Logo Lögreglan

Á morgun fimmtudaginn 22. ágúst er stefnt að slysalausum degi í umferðinni í umdæmi lögreglustjórans í Reykjavík. Þetta er í þriðja skipti sem embættið beitir sér fyrir fækkun slysa í umferðinni með þessu hætti. Til að ná markmiðinu verður lögreglumönnum við umferðarlöggæslu fjölgað verulega og fengin lögreglutæki að láni frá öðrum lögregluliðum auk þess sem lögreglumenn frá ríkislögreglustjóranum koma til aðstoðar. Fullyrða má að of hraður akstur sé ástæða fyrir mjög mörgum óhöppum í umferðinni. Mikilvægt er því að ökumenn hafi fulla athygli við aksturinn, aki eftir lögum og reglum og hagi hraða ökutækja eftir aðstæðum hverju sinni.

Lögreglan vill hvetja ökumenn til að gera fimmtudaginn 22. ágúst að slysalausum degi í umferðinni.