Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

112-dagurinn 2025

10. febrúar 2025

112-dagurinn 2025 verður haldinn á morgun, þriðjudaginn11. febrúar nk. af hálfu Neyðarlínunnar og samstarfsaðila hennar víðsvegar um landið.

112-dagurinn 2025

Þema 112 dagsins að þessu sinni er „Börn og öryggi“ og er ætlunin með því að vekja fólk til vitundar um að hafa öryggi barna framar öllu.

Í Slökkvistöðinni í Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík verða Neyðarverðir frá Neyðarlínunni á staðnum, hægt verður að skoða tæki og tól slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, Rauði krossinn mun sýna réttu handtökin við skyndihjálp, Slysavarnarfélagið Landsbjörg verður með fulltrúa sína á staðnum og kynnir sína starfsemi, Landhelgisgæslan tekur á móti gestum og gangandi sem og lögreglan o.fl. viðbragðsaðilar.

Dagskráin hefst kl. 17:00

Skyndihjálparmanneskja ársins verða útnefnd af Rauða krossinum og Landssamband slökviliðs- og sjúkraflutningamanna veitir verðlaun í eldvarnargetrauninni.

Þá verða fast-hetjurnar á staðnum og sýna hvernig börn geta verið hetjurnar í lífi ættingja og vina.

Einnig verða viðbragðsaðilar um land allt með uppákomur sem auglýstar eru í hverju bæjarfélagi fyrir sig.