Upplýsingasíða fyrir kjósendur
Hér má finna allar helstu upplýsingar um kosningar fyrir kjósendur.
Ef þú ert að leita að einhverju og finnur ekki svarið máttu gjarnan hafa samband við okkur í gegnum netfangið postur@landskjorstjorn.is
Kosningalög fjalla um fjórar mismunandi tegundir kosninga:
Alþingiskosningar
Sveitarstjórnarkosningar
Forsetakosningar
Þjóðaratkvæðagreiðslu
Það er mismunandi eftir tegund kosninga hvaða reglur gilda um kosningarrétt. Búseta og ríkisborgararéttur kjósanda geta líka haft áhrif á kosningarrétt.